Yfirfærsla myndefnisVið tökum við myndböndum á hvaða formi sem er og færum yfir á DVD eða harðan disk. Hvort sem það er 8 eða 16mm filmur, VHS, hi-8, BetaMax, MiniDV eða DVD þá getum við fært það af einu formi yfir á annað. |
|
Yfirfærsla myndbanda á DVD
Fæstir vita að myndbönd byrja að skemmast strax við notkun og geta jafnvel alveg eyðilagst á tíu árum. Með því að koma gömlu myndefni á stafrænt form er verið að sjá til þess að það geymist sem lengst og að sem flestir geta notið minninganna.
Yfirfærsla filmu á DVD
Kvikmyndafilmur brotna, hnökrar koma í ljós, þær flökta og með tímanum dofnar myndin. Viðgerð á filmunni án búnaðar fagmanna er næstum ógerleg svo að vel sé. Það er erfitt að setja filmuna á sýningarvélina og hún flækist auðveldlega. Við erum með sérhönnuð tæki og þróaða vinnsluaðferð til að ná sem bestum gæðum í yfirfærslunni.
Yfirfærsla stafræns efnis á DVD
Skil á verkefni |