portfiller

Klipping og hljóðsetning

Við höfum reynslu, þekkingu og tækjakost til að klippa og fullvinna myndefni, útbúa grafík og hljóðsetja. Hvort sem það stórt eða lítið verkefni eða einungis hluti af verkefni (t.d. grafík eða talsetning) þá leitast Bergvík við að skila af sér vel unnu verki á eins hagmætan máta og hægt er.

Tækjakostur
Til klippivinnslu þá notumst við annaðhvort við Final Cut eða Edius en það fer eftir eðli verkefnis. Til hljóðsetningar þá höfum við Pro Tools og sérútbúinn hljóðklefa. Að sjálfsögðu þá notum við forrit frá Adobe fyrir grafíska vinnslu.

Reynsla og þekking
En það er ekki tækin og tólin sem skipta máli heldur þekking og kunnátta. Við höfum starfsfólk á okkar snærum sem er faglært í klippi-, hljóð- og myndvinnslu ásamt því að vera með reynslu í þessum geira bæði héðan heima og erlendis frá.