portfiller

Skönnun á skyggnum og ljósmyndum

Yfirfærum skyggnur og ljósmyndir á tölvutækt form svo sem CD og/eða DVD. Sé þess óskað þá setjum við saman fallega sýningu á DVD svo hægt sé að horfa á í sjónvarpi. Einnig er hægt að prenta mynd ofan á diskinn.

Hágæða myndskönnun
Við tökum t.d. við skyggnum, ljósmyndum, filmum og jafnvel blaðaúrklippum eða teikningum.

Bæði ljósmyndir og skyggnur láta á sér sjá með aldrinum. Þær safna ryki, lýsast upp, rispast, verða kámugar o.s.frv. Með því að færa þær yfir á tölvutækt form festum við þær í því ástandi sem þær eru í nú og forðum þeim frá frekari skemmdum.

Skil á verkefni
Við skönnum myndirnar í hárri upplausn og skilum þeim í .jpg formi (einnig í .tiff sé þess óskað). Hér fyrir neðan er nokkrar leiðir við skil á verkefnum.

  • Hægt er að fá myndirnar á CD disk til að opna,skoða og vinna með í tölvu.
  • Við gerum skyggnusýningar á DVD disk til að skoða í sjónvarpi.
  • DVD með skyggnusýningu hefur einnig að geyma myndirnar í tölvutæku formi (.jpg)
  • Myndirnar geta farið beint inná harðan disk, USB drif eða sambærilegar gagnageymslur.
  • Fyrir smærri verkefni getum við sent þér myndirnar með tölvupósti.