portfiller

DVD hönnun og samsetning

Tökum að okkur hönnun og forvinnslu á DVD (DVD authoring). Forvinnsla fellst í því að hanna valmynd og tengingar milli efnis á DVD, þjappa myndefni samkvæmt stöðlum, gera hljóð- og textarásir og setja allt saman svo diskurinn sé bæði aðlaðandi og auðveldur í notkun.

Ýmsir möguleikar
Það eru margir möguleikar sem að DVD diskur hefur uppá að bjóða.

Flestir kannast við dæmigerðan DVD disk sem hefur að geyma kvikmynd og ýmislegt aukaefni. S.s. efni um gerð myndarinnar, val um tungumál og texta, hopp á milli kafla og ýmislegt annað. Hinsvegar er hægt að sníða DVD á ýmsa vegu og nýta þá gagnvirkni sem þeir bjóða uppá.

Gagnvirkt aukaefni og aðlaðandi valmynd gerir kvikmyndir, heimildarmyndir og stuttmyndir á DVD eigulegri.

Námsefni á DVD getur t.d. verið sambland af ljósmyndum, texta, skýringarmyndum, fyrirlestrum og jafnvel krossaspurningum.

Gagnvirkni og geymslupláss DVD disks nýtist einnig vel í kynningarefni fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hvort sem á að kynna nýja vöru, þjónustu eða endurmennta starfsmenn þá er hægt að blanda saman hreyfimyndum, ljósmyndum og upplýsingum á hagnýtan máta. Einnig er hægt að geyma ýmist tölvutækt efni, s.s. pdf eða word skrár, sem hægt er svo að opna í tölvu.

Það gefur augaleið að DVD diskurinn getur einnig nýst sem skemmtileg gjöf eða geymsla á ýmsu fjölskyldutengdu efni. Brúðkaup eða afmæli, ættarmót, bekkjarpartý eða eitthvað allt annað. Hreyfimyndir, kyrrmyndir, söngur og texti eitt og sér eða allt í bland.

Við tökum að okkur hönnun og forvinnslu fyrir bæði einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki.