Fyrirtækið
Saga
Upphafið að fyrirtækinu Bergvík var árið 1981, en þá stofnaði Ólafur Guðmundsson og Ingibergur G. Þorvaldsson 4 myndbandaleigur á Reykjavíkursvæðinu sem nefndust Video-Sport. Fyrirtækið var fljótt að stækka við sig og fyrsta myndin sem Bergvík gefur út er Nick Knatton. Bergvík festir kaup á fjölföldunartækjum og síðan tækjabúnaði til að gera VHS mastera á árunum 1984 til 1986. Félagið verður líka fyrsta fyrirtækið í Evrópu til að gera samning við Macrovision um leyfi til að fjölfalda myndir með “Anti-Copy” kerfinu.Í gegnum tíðina hefur Bergvík haft umboð til útgáfu kvikmynda á Íslandi frá mörgum þekktum fyrirtækjum, svo sem; BBC, Walt Disney, Touchstone, Buenavista, National Geographic og fleiri. Árið 2002 fjárfestir fyrirtækið í fullkomnum búnaði til framleiðslu og fjölföldunar á DVD diskum. Síðan þá hefur Bergvík aflað sér mikilvægrar þekkingar á vinnslu með stafrænt myndefni og, ásamt útgáfu á kvikmyndum, heimildamyndum og barnaefni, hefur sérhæft sig á því sviði.