Nonni og manni

Vörur > Óflokkað > Nonni og manni

Árið var 1869. Nonni var 12 ára og bróðir hans Manni 8 ára. Þeir bjuggu með móður sinni og ömmu að Möðruvöllum í Hörgárdal. Einn góðan veðurdag birtist Haraldur við bæjardyrnar og tilkynnti þeim að faðir strákanna hafi dáið í útlöndum. Nonni og Manni vingast fljótt við manninn sem þeir þekkja ekki neitt en hann þekkti föður þeirra vel. Sveitungarnir eru þó ekki tilbúnir að taka aðkomumanninum opnum örmum og þegar stórbóndinn Sigurður finnst myrtur beinist grunur fólks að Haraldi. Með hjálp Nonna og Manna tekst honum að flýja til fjalla.

Bræðurnir vilja allt gera til að sanna sakleysi vinar síns og lenda oftar en einu sinni í lífsháska, ekki síst þegar kemur í ljós hver hinn raunverulegi morðingi er. Háskaleikurinn í stórbrotinni náttúru Íslands endar eins og hann byrjar, með eldgosi.

Nonni og Manni hafa lifað í hjörtum okkar allt frá því þeir voru fyrst sýndir í sjónvarpi hérlendis árið 1989.

Þessi sígilda þáttaröð inniheldur samtals 6 þætti, um 50 mínútur hver. Þættirnir voru teknir upp fyrir þýsku sjónvarpsstöðina ZDF til sýninga um jólin og eru byggðir á samnefndri barnabók eftir Jón Sveinsson.

Fæst í verslunum Hagkaups, Elko, Pennanum Eymundsson og Mál og Menningu.

Tryggið ykkur eintak af þessari sígildu þáttaröð.

Tungumál: Íslenska, enska, þýska.
Lengd: 312 mín.
Vörunúmer: 1508