Skilaboð til Söndru

Skilaboð til Söndru er um Jónas miðaldra rithöfund, sem fær einstakt tækifæri til að koma sér á kortið, þegar hann semur við ítalskt kvikmyndafélag um að skrifa handrit um Snorra Sturluson, frægasta miðalda rithöfund Íslands. Þetta verkefni getur sannað fyrir heiminum hve menning Íslands á sér djúpar rætur. Hann leigir sér sumarbústað á afskekktum stað til að fá næði til að skrifa og ræður til sín unga konu Söndru til að sjá um sig. Hann vill með því skapa sér fullkomna aðstöðu. En það fer ekki eins og hann ætlar. Hann verður sífellt fyrir ónæði af ýmsum toga. Kannski var aðstaðan ekki nógu góð, eða hann sem rithöfundur ekki nógu góður. Að lokum kemur hann íslenskri arfleið á framfæri en ekki á þann hátt sem hann ætlaði sér.

Tungumál: Íslenska
Lengd: 84 mínútur
Vörunúmer: 1562
Skilaboð til Söndru á Internet Movie Database [imdb.com]