Á Bakvið Tjöldin með Lalla Töframanni

Vörur > Fræðsluefni > Á Bakvið Tjöldin með Lalla Töframanni
, , , , ,

Töfrabrögð eru eitthvað sem allir hafa gaman af!

Á þessum disk kennir Lalli Töframaður ýmis töfrabrögð sem hann hefur verið að sýna t.d. á árshátíðum, í barnaafmælum eða jafnvel bara þegar hann er úti að borða.

Öll töfrabrögðin eru einföld og framkvæmd með hlutum sem má finna á flestum heimilum t.d. blöðru, klút, pening, teygju, bolla eða spilum.

Töfrabrögðin henta öllum aldurshópum og þessi diskur er tilvalinn fyrir alla þá sem langar að kunna og geta sýnt vinum sínum og fjölskyldu eitt og eitt töfrabragð eða jafnvel til þess að halda heila töfrasýningu.

Lalli Töframaður hefur sýnt töfrabrögð út um allar trissur í mörg ár, enda byrjaði áhuginn þegar hann var aðeins 6 ára gamall. Síðan þá hefur hann lært hin ótrúlegustu brögð, bæði stór og smá. Nú er hann búinn að tína til um 20 flott töfrabrögð til þess að kynna þér heim töfranna.

Tungumál: Íslenska
Lengd: 60 mínútur
Aukaefni: 18 mínútur
Vörunúmer: 1557
Vefsíða Lalla Töframanns