Náttúra Íslands – Fuglar 2

Fræðsluefni Magnúsar Magnússonar úr Náttúru Íslands eru stuttir þættir (5 til 15 mínútur) sem henta vel til kennslu í grunn- sem og framhaldsskólum eða til að fræðast heima í stofu. Þættirnir fjalla hver fyrir sig um tiltekið svæði eða fuglategund. Farið er ítarlega í eiginleika viðfangsefnisins auk þess að það er myndað frá öllum hliðum.

Diskurinn hefur að geyma 7 þætti:

  1. Fálkinn
  2. Spörfuglar
  3. Sandlóa
  4. Flórgoði
  5. Ritan
  6. Skúmurinn
  7. Örninn

Texti er eftir próf. Arnþór Garðarsson, dr. Ævar Petersen og dr. Ólaf K. Nielsen.
Þulur er Bjarni Árnason.

Tungumál: Íslenska
Lengd: 70 mínútur
Vörunúmer: 1173