Hobbitinn

Bilbó Baggin, Hobbiti, er að huga að sínum málum þegar Gandálfur Seiðkarl kíkir í heimsókn…

Einn á eftir öðrum bætast síðan við nokkrir dvergar. Bilbó samþykkir að ganga til liðs við þá og endurheimta konungsríkið sem hinn illi dreki, Smeyginn, hafði af dvergunum. Gandálfur hafði tjáð dvergunum að Bilbó væri meistaraþjófur, sem hann er ekki. En Bilbó er útsjónarsamur. Það kemur sér vel á leið þeirra að fjallinu sem Smeyginn dvelur í.

Þessi teiknimynd er byggð á samnefndri sögu eftir J.R. Tolkien og gefur henni ekkert eftir.

Með góðfúslegu leyfi ættingja Þorsteins Thorarensen er stuðst við þýðingu hans á Hobbitanum eftir J.R. Tolkien. Þýðandi er Einar Daði Reynisson.

Tungumál: Enska
Texti: Íslenska
Lengd: 90 mínútur
Vörunúmer: 1546
Hobbitinn á Internet Movie Database [imdb.com]