Gosið og uppbyggingin í Vestmannaeyjum

Um miðja nótt þann 23. Janúar 1973 hófst gosið í Heimaey á langri gossprungu sem var all nærri kirkjubæjunum rétt utanvið þéttustu byggðina. Það má telja kraftaverki næst að hægt var að flytja alla eyjaskeggja upp á land og enginn af tæplega 5 þúsund manns hafði líkamlegan skaða af þessu. Í myndinni er fylgt, allt frá fyrsta degi, hinum fjölbreyttu atburðum sem áttu sér stað allan tímann meðan gosið stóð; bruna húsa, hrun á mannvirkjum vegna öskufalls, og hina árangursríku kælingu með dælubúnaði til að beina hraunflóðinu út í sjó. Seinni hluti myndarinnar sýnir hið mikla átak hreinsunnar og lagfæringar húsa til að gera bæinn byggilegan á ný.

Aukaefni: 25 árum síðar, Ljósmyndir
Tungumál: Íslenska, enska, þýska
Vörunúmer: 1552
Gosið og uppbyggingin í Vestmannaeyjum á Google.com