Corto Maltese

Árið 1918 er rússneska byltingin í algleymingi. Andstæðingar hennar vilja bjarga því sem bjargað verður af gamla keisaraveldinu og gamlir stríðsherrar, leynifélög og fjárglæframenn berjast um keisaragullið.

Þegar Corto Maltese kemur aftur til Shanghai, hittir hann sinn gamla vin og andstæðing, Raspútín, og kemst í kynni við kínverskt leynifélag, “Rauðu lampana”. Corto og Raspútín fara til Mansjúríu í leit að keisaragullinu sem er falið í dularfullri, brynvarðri lest í eigu hershöfðingjans Koltchaks. Félagarnir fylgja lestinni eftir í gegnum Mongólíu og Mansjúríu og kynnast ævintýralegu fólki: Flugmanni í bandaríska hernum með dularfulla fortíð, gömlum hershöfðingja, sem telur sig vera Gengis Khan endurborinn, og rússneskri hertogafrú, sem er eins fögur og hún er hættuleg.

Tungumál: Franska
Texti: Íslenskur
Lengd: 92 mínútur
Vörunúmer: 0984
Corto Maltese á Internet Movie Database [imdb.com]