Náttúra Íslands – Fuglar 4
Vörur
> Fræðsluefni > Náttúra Íslands – Fuglar 4
Fræðsluefni Magnúsar Magnússonar úr Náttúru Íslands eru stuttir þættir (5 til 15 mínútur) sem henta vel til kennslu í grunn- sem og framhaldsskólum eða til að fræðast heima í stofu. Þættirnir fjalla hver fyrir sig um tiltekið svæði eða fuglategund. Farið er ítarlega í eiginleika viðfangsefnisins auk þess að það er myndað frá öllum hliðum.
Diskurinn hefur að geyma 7 þætti:
- Straumöndin
- Krían
- Æðarfuglinn
- Álftin
- Svartfugl
- Lómur og himbrimi
- Lundinn
Texti er eftir próf. Arnþór Garðarsson, dr. Ævar Petersen.
Þulur er Bjarni Árnason.
Tungumál: Íslenska
Lengd: 70 mínútur
Vörunúmer: 1175