Heimur farfuglanna
Þessi stórmerkilega heimildarmynd hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim. Í henni er áhorfendum hreinlega boðið í flug með farfuglum heimsins á milli áfangastaða og til að kynnast lífi þeirra frá þeirra sjónarhóli.
Aðalhöfundur myndarinnar er Jacques Perrin, en hann gerði m.a. einnig hina frábæru mynd Microcosmos sem fjallaði um heim skordýranna og naut mikilla vinsælda hér á landi sem annars staðar.
Til að gera stórvirkið Heim Farfuglanna mögulegt kallaði Perrin til liðs við sig 450 manns, þar á meðal 14 kvikmyndatökumenn og 17 flugmenn, til að fylgja eftir hinu leyndardómsfulla ferðalagi farfugla. Myndin var tekin upp í meira en 40 löndum í öllum heimsálfum, þar á meðal íslandi, á þriggja ára tímabili. Ekkert ar til sparað svo ná mætti sem bestum myndum af fuglunum og vera eins nálægt þeim og mögulegt er. Útkoman er líka svo stórkostleg að áhorfandum finnst sem hann sé í raun á meðal fuglanna og fljúgi með þeim í háloftunum.
Myndin hlaut Césarinn 2002 fyrir bestu klippingu. Hún hlaut einnig Golden Reel, sem eru æðstu verðlaun hljóðmanna. Þá hefur myndin verið tilnefnd víðsvegar, m.a. til Óskarsverðlaunanna, Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, ofl.
Tungumál: Franska
Texti: Íslenska
Lengd: 98 mínútur (og 70 mín. aukaefni)
Vörunúmer: 0978 Heimur Farfuglanna á Internet Movie Database [imdb.com]