Tinni – Fangarnir í Sólhofinu
Tinni og hundurinn hans Tobbi hafa farið sigurför um heiminn og eru alltaf jafn vinsælir. Teiknimyndirnar frægu eftir Hergé hafa verið talsettar á ótal tungumál og eru elskaðar af miljónum áhorfenda um allan heim.
Allir þekkja Kolbein Kaftein, þennan uppstökka en hjartahlýja gaur, sem er heldur mikið gefinn fyrir skoskann þjóðardrykk. Orðbragð hans þykir óheflað en Kolbeinn er ómissandi félagi. Þá má ekki gleyma Vandráði prófessor eða Sköptunum tveim, sem alltaf eru að gera axarsköft.
Sjálfur er tinni alltaf hinn drengilegi, hugrakki og úrræðagóði piltur.
Fangarnir í sólhofinu er eitt af fjölmörgum og skemmtilegum ævintýrum sem Tinni lendir í.
Með leikraddir fara Felix Bergsson og Þorsteinn Bachmann. Þýðandi er Ólöf Pétursdóttir.
Lengd: 50 mínútur
Vörunúmer: 1240 Tinni á Internet Movie Database [imdb.com]