The sons room / La stanza del figlio
The sons room eða La stanza del figlio á frummálinu fjallar um samrýmda fjölskyldu í smáborg á Norður-Ítalíu. Faðirinn, Giovanni, móðirin, Paola, og tvö börn þeirra á táningsaldri: Irene og yngri bróðir hennar, Andrea. Giovanni er sálgreinir og rekur ráðgjafastofu út frá heimili sínu. Þar hlýðir hann á sálarflækjur sjúklinga sinna sem eru mjög á skjön við rólyndistilveru hans sjálfs. Einn sunnudagsmorgun þarf Giovanni að sinna neyðartilfelli og kemst því ekki út að skokka með syni sínum eins og hann hafði lofað. Andrea fer í köfunarleiðangur með vinum sínum og snýr aldrei aftur.
Þessi mynd hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og unnið til alls níu verðlauna á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum, þar á meðal var hún valin Besta Myndin á Cannes kvikmyndahátíðinni.
Texti: Íslenskur
Lengd: 100 mínútur
Vörunúmer: 1185 The sons room á Internet Movie Database [imdb.com]