Blind spot – Hitlers secretary

Ótrúleg en sönn saga einkaritara Hitlers um starf hennar mitt í deiglu illskunnar sem hún þagði um í næstum sextíu ár.

Árið 1942 var Traudl Junge, 22ja ára gömul stúlka sem tók engan þátt í pólitík, valin til að starfa sem einn af einkariturum Hitlers. Hún vann fyrir Hitler daginn út og inn og sá í honum föðurímynd, elskulegan og alúðlegan mann, alls ólíkan lýðskrumaranum sem hélt trylltar æsingaræður. Hún taldi sig fá allar upplýsingar og fréttir en fékk ekkert að vita um grimmdarverk Hitlers og var því i raun á blindum bletti. Þegar veldi nasista riðaði til falls og Hitler gekk enn lengra í vitfirringu sinni varð Traudl Junge vitni að öllu, allt til ringulreiðar hinstu daga í byrginu.

Myndin var fullgerð aðeins nokkrum mánuðum áður en Traudl Junge dó og segir grípandi sögu frá fyrstu hendi sem kemur öllum við.

Tungumál: Þýska
Texti: Íslenskur
Lengd: 100 mínútur
Vörunúmer: 1054
Blind spot – Hitler secretary á Internet Movie Database [imdb.com]