|
Við tökum við myndböndum á hvaða formi sem er og færum yfir á DVD eða harðan disk. Hvort sem það er 8 eða 16mm filmur, VHS, hi-8, BetaMax, MiniDV eða DVD þá getum við fært það af einu formi yfir á annað. Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar. |
|
Yfirfærum skyggnur og ljósmyndir á tölvutækt form svo sem CD og/eða DVD. Sé þess óskað þá setjum við saman fallega sýningu á DVD svo hægt sé að horfa á í sjónvarpi. Einnig er hægt að prenta mynd ofan á diskinn. Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar. |
|
Tökum við hljómplötum, kassettum, segulböndum og flestu sem hljóð er geymt á. Við lagfærum efnið eins vel og hægt er og setjum á geisladiska og/eða tölvutækt form. Til dæmis mp3 eða wav skrár. Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar um hljóðvinnslu |
|
Við höfum reynslu, þekkingu og tækjakost til að klippa og fullvinna myndefni, útbúa grafík og hljóðsetja. Hvort sem það stórt eða lítið verkefni eða einungis hluti af verkefni (t.d. grafík eða talsetning) þá leitast Bergvík við að skila af sér vel unnu verki á eins hagmætan máta og hægt er. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar. |
|
Tökum að okkur hönnun og forvinnslu á DVD (DVD authoring). Forvinnsla fellst í því að hanna valmynd og tengingar milli efnis á DVD, þjappa myndefni samkvæmt stöðlum, gera hljóð- og textarásir og setja allt saman svo diskurinn sé bæði aðlaðandi og auðveldur í notkun. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar varðandi möguleika á hönnun DVD diska. |
|
Viðskiptavinir geta látið prenta og fjölfalda diska hjá okkur. Við fjölföldum diskana oftast með okkar eigin tækjabúnaði en erum líka í samstarfi við erlenda aðila fyrir stærri upplög. Að sjálfsögðu prentum við líka á diska. Í það notum við svokallaða thermal prentun, bæði í lit og svart-hvítu. Hún er fljótþornandi og vatnsheld. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar |