portfiller

Vinnsla og yfirfærsla á hljóði

Tökum við hljómplötum, kassettum, segulböndum og flestu sem hljóð er geymt á. Við lagfærum efnið eins vel og hægt er og setjum á geisladiska og/eða tölvutækt form. Til dæmis mp3 eða wav skrár.

Hljóðvinnsla
Við tökum við flestum miðlum sem hafa að geyma hljóð, færum það yfir á stafrænt form og setjum á geisladiska.

Vinyl plötur er gjarnar á að rispast, kassettur og segulbönd dofna og eiga það til að slitna, séu þau komin til ára sinna. Við getum lagað slit og dregið fram (hækkað upp og jafnað) hljóð sem hafa tapað gæðum. Sértu með stafrænar skrár sem þarfnast frekari vinnslu og yfirfærslu á CD þá gerum við það fyrir þig.

Skil á verkefni
Venjulega er hljóðverkefnum skilað á geisladisk. Við komum um 70 mínútum á einn disk. Sé þess óskað er hægt að fá efnið á wav skrám fyrir frekari vinnslu í tölvu eða sem mp3. Við getum þá sett efnið á harðan disk, USB drif eða sent í tölvupóst.