Chaos

Á leið sinni í kvöldverðaboð hjá vinum sínum, Paul(Vincent Lindon) og Hélene (Catherine Frot), millistéttarhjón í París, verða vitni að árás á unga vændiskonu (Rachida Brakni). Hún leitar eftir hjálp þeirra en Paul læsir bílnum. Paul vill ekkert ræða eða vita um Þessa reynslu en kona hans, sjokkeruð, kannar alla spítala borgarinnar. Hún finnur loks fórnarlambið meðvitundarlausa og kemst að því að hún er hundelt af melludólgum. Hélene ákveður að hjálpa henni, tilbúin til þess að valda óreiðu í fjölskyldu sinni og eigin lífi.

“Saga um siðferði af bestu gerð frá Colline Serreau. Aðdáunarverð.”
- Femme Actuelle

“Róttæk, frábær og mjög tilfinningarík sem skortir ekki kímnigáfu.“
- Le journal du dimanche

“Súr kómedía, drami og taugatryllir, allt í senn. Þessi mynd fjallar um málefni líðandi stundar og er leikin af stórkostlegum leikurum.”
- Télé Loisirs

Tungumál: Franska
Texti: Íslenska
Lengd: 109 mínútur
Vörunúmer: 0921
Chaos á Internet Movie Database [imdb.com]